Nico Rosberg hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól kínverska kappakstursins í Sjanghæ. Er það í fyrsta sinn sem hann hefur keppni af fremsta rásstað og hið sama er að segja um lið hans, Mercedes. Við hlið hans á rásmarkinu verður liðsfélagi hans Michael Schumacher.
Schumcher varð í þriðja sæti í tímatökunum - einnig hans besta í vistinni hjá Mercedes - þar sem Lewis Hamilton hjá McLaren færist úr öðru sæti í það sjöunda vegna gírkassaskipta.
Í fjórða til sjötta sæti urðu Kamui Kobayashi hjá Sauber, Kimi Räikkönen á Lotus og Jenson Button á McLaren. Topplið Red Bull kom slaklega frá tímatökunni með Mark Webber fremstan í sjöunda sæti. Þetta var heldur ekki dagur Ferrari en Fernando Alsonso varð níundi.
Helstu tíðindi annarrar lotu tímatökunnar eru þau, að þar féllu heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari úr leik. Hvorugur komst í lokalotuna og þar með í hóp 10 fremstu á rásmarki.
Niðurstaða keppninnar um ráspólinn - og þar með rásröð morgundagsins - varð sem hér segir:
Röð | Ökuþór | Bíll | Tími | Bil |
---|---|---|---|---|
1. | Nico Rosberg | Mercedes | 1:35.121 | |
2. | Lewis Hamilton | McLaren | 1:35.626 | +0.505 |
3. | Michael Schumacher | Mercedes | 1:35.691 | +0.570 |
4. | Kamui Kobayashi | Sauber | 1:35.784 | +0.663 |
5. | Kimi Räikkönen | Lotus | 1:35.898 | +0.777 |
6. | Jenson Button | McLaren | 1:36.191 | +1.070 |
7. | Mark Webber | Red Bull | 1:36.290 | +1.169 |
8. | Sergio Perez | Sauber | 1:36.524 | +1.403 |
9. | Fernando Alonso | Ferrari | 1:36.622 | +1.501 |
10. | Romain Grosjean | Lotus | 0 | |
L2 | brottfallstími | 1:35.831 | ||
11. | Sebastian Vettel | Red Bull | 1:36.031 | +0.331 |
12. | Felipe Massa | Ferrari | 1:36.255 | +0.555 |
13. | Pastor Maldonado | Williams | 1:36.283 | +0.583 |
14. | Bruno Senna | Williams | 1:36.289 | +0.589 |
15. | Paul di Resta | Force India | 1:36.317 | +0.617 |
16. | Nico Hülkenberg | Force India | 1:36.745 | +1.045 |
17. | Daniel Ricciardo | Toro Rosso | 1:36.956 | +1.256 |
L3 | brottfallstími | 1:36.933 | ||
18. | Jean-Eric Vergne | Toro Rosso | 1:37.714 | +1.516 |
19. | Heikki Kovalainen | Caterham | 1:38.463 | +2.265 |
20. | Vitaly Petrov | Caterham | 1:38.677 | +2.479 |
21. | Timo Glock | Marussia | 1:39.282 | +3.084 |
22. | Charles Pic | Marussia | 1:39.717 | +3.519 |
23. | Pedro de la Rosa | Hispania | 1:40.411 | +4.213 |
24. | Narain Karthikeyan | Hispania | 1:41.000 | +4.802 |
107% tími | 1:42.931 |