Nico Rosberg hjá Mercedes setti besta brautartíma dagsins á seinni æfingunni í Barein sem er nýlokið. Í næstu sætum urðu ökumenn Red Bull, Mark Webber og Sebastian Vettel.
Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur í förum í morgun en setti fjórða besta hringinn
á seinni æfingunni. Þrír fyrstu menn óku hraðar á seinni æfingunni en hann gerði í morgun.
Michael Scuhmacher undirstrikaði styrk Mercedes með fimmta besta tímanum. Í næstu sætum urðu Jenson Button á McLaren, Kamui Kobayahsi á Sauber og Fernando Alonso á Ferrari. Fyrsta tuginn fylltu svo Romain Grosjean hjá Lotus og Sergio Perez hjá Sauber.
Force India liðið tók ekki þátt í æfingunni af öryggisástæðum, eins og það var orðað auk þess sem liðið sagðist hafa aflað fullra upplýsinga með miklum akstri á fyrri æfingunni.