Brot í trjónu bannað

Trjónan á bíl Räikkönen verður öðru vísi á næsta ári, …
Trjónan á bíl Räikkönen verður öðru vísi á næsta ári, brotið mun hverfa úr henni.

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bandið (FIA) hef­ur bannað brot í trjónu formúlu­bíl­anna frá og með næstu keppn­istíð.

Aðeins bíl­ar Lot­us og Ca­ter­ham í ár eru með broti í trjón­unni en í fyrra voru bíl­ar allra liða nema McLar­en þannig úr garði gerðir. Það var að kröfu FIA sem vildi lækka trjón­ur bíl­anna, meðal ann­ars til að bæta út­sýni öku­manna og þar með auka á ör­yggi. 

Þóttu bíl­arn­ir með af­brigðum ófríðir í fyrra og hafa nei­kvæðar und­ir­tekt­ir átt sinn þátt í að FIA hef­ur ákveðið að upp­ræta „anda­nefju­trjón­urn­ar“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert