Hamilton óhress með bílinn

Hamilton í Silverstone í dag.
Hamilton í Silverstone í dag. mbl.is/afp

„Mér lík­ar ekki bíll­inn,“ sagði Lew­is Hamilt­on hjá Mercedesliðinu eft­ir æf­ing­arn­ar í Sil­verst­one í dag. Hann hef­ur áður sagst stefna að sigri í breska kapp­akstr­in­um á sunnu­dag en þær von­ir hans virt­ust dvína í dag.

Liðsfé­lagi Hamilt­ons, Nick Ros­berg, var held­ur ekki ýkja hress eft­ir æf­ing­arn­ar þótt hann setti besta braut­ar­tíma dags­ins. Sagðist hann hafa áhyggj­ur af hraða bíls­ins í langakstri - í keppni - og óttaðist að hann hafi dreg­ist aft­ur úr keppi­naut­un­um frá síðasta móti.

Hamilt­on sagðist ekki hafa notið akst­urs­ins í dag þar sem hann hafi átt í miklu basli með að finna heppi­lega upp­setn­ingu bíls­ins. Það hafi bitnað mjög á bíl­hraðanum, sér­stak­lega í há­hraðabeygj­um Sil­verst­one. Setti hann aðeins fimmta besta tím­ann.

„Bíll­inn virðist ekki alslæm­ur, langakst­ur­inn virt­ist ekki gera sig og við þurf­um að breyta upp­setn­ingu hans til að verða sam­keppn­is­fær­ir. Ég nýt bíls­ins þó ekki sem stend­ur, ég hef ekki fundið nógu gott jafn­vægi í hann. Þegar maður nær ekki að fljúga gegn­um [beygj­urn­ar] Becketts og Maggotts þá virðast aðrir hlut­ar braut­ar­inn­ar ekki góðir,“ sagði Hamilt­on.

Hann sagðist binda von­ir við að geta ráðið fram úr vanda­mál­un­um á æf­ing­unni í fyrra­málið, laug­ar­dag, og gera bíl­inn sér þókn­an­legri.

Hamilton ræðir við tæknimann í bílskúr Mercedes milli aksturslota í …
Hamilt­on ræðir við tækni­mann í bíl­skúr Mercedes milli akst­urslota í dag. mbl.is/​afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert