Rosberg aftur fljótastur

Rosberg þýtur áfram á æfingunni í Silverstone.
Rosberg þýtur áfram á æfingunni í Silverstone. mbl.is/afp

Eins og á seinni æf­ingu gær­dags­ins setti Nico Ros­berg hjá Mercedes í morg­un besta tím­ann á síðustu æf­ing­unni í Sil­verst­one, en þar fer breski kapp­akst­ur­inn fram á morg­un. Rúm­lega tí­unda úr sek­úndu á eft­ir varð liðsfé­lagi hans Lew­is Hamilt­on.

Mercedesþór­arn­ir höfðu nokkra yf­ir­burði því 0,4 sek­únd­um á eft­ir Hamilt­on varð Sebastian Vettel hjá Red Bull 41 þúsund­asta úr sek­úndu á eft­ir hon­um varð liðsfé­lagi hans Mark Webber.

Fimmta besta tím­ann setti Romain Grosj­ena hjá Lot­us og fyrsta tug­inn fylltu svo Daniel Ricciar­do á Toro Rosso, Fern­ando Alon­so hjá Ferr­ari, Kimi Räikkön­en hjá Lot­us og í ní­unda og tí­unda sæti urðu Adri­an Su­til og Paul di Resta hjá Force India.

Räikkönen (t.h.) og Rosberg á æfingunni í Silverstone.
Räikkön­en (t.h.) og Ros­berg á æf­ing­unni í Sil­verst­one. mbl.is/​afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert