Rosberg aftur fljótastur

Rosberg þýtur áfram á æfingunni í Silverstone.
Rosberg þýtur áfram á æfingunni í Silverstone. mbl.is/afp

Eins og á seinni æfingu gærdagsins setti Nico Rosberg hjá Mercedes í morgun besta tímann á síðustu æfingunni í Silverstone, en þar fer breski kappaksturinn fram á morgun. Rúmlega tíunda úr sekúndu á eftir varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton.

Mercedesþórarnir höfðu nokkra yfirburði því 0,4 sekúndum á eftir Hamilton varð Sebastian Vettel hjá Red Bull 41 þúsundasta úr sekúndu á eftir honum varð liðsfélagi hans Mark Webber.

Fimmta besta tímann setti Romain Grosjena hjá Lotus og fyrsta tuginn fylltu svo Daniel Ricciardo á Toro Rosso, Fernando Alonso hjá Ferrari, Kimi Räikkönen hjá Lotus og í níunda og tíunda sæti urðu Adrian Sutil og Paul di Resta hjá Force India.

Räikkönen (t.h.) og Rosberg á æfingunni í Silverstone.
Räikkönen (t.h.) og Rosberg á æfingunni í Silverstone. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert