Vettel á ráspól í Monza

Vettel á leið til ráspólsins í Monza.
Vettel á leið til ráspólsins í Monza. mbl.is/afp

Sebastian Vettel hjá Red Bull var í þessu að vinna ráspól ítalska kappakstursins í Monza. Fjögurra ráspóla sigurgöngu Lewis Hamiltons hjá Mercedes lauk með stæl; vegna akstursmistaka hafnaði hann í 12. sæti.

Hamilton hefur keppni á morgun einu sæti á eftir Kimi Räikkönen hjá Lotus sem sat eftir í annarri lotu, í fyrsta sinn á árinu; hann hefur ætíð slegist um fremstu sæti á rásmarki þar til í dag.

Mark Webber hjá Red Bull setti næstbesta tímann og Nico Hulkenberg hjá Sauber sló rækilega í gegn og náði sínum besta árangri í tímatökum í ár, þriðja sæti. Ferrari var lakara en vonir stóðu til en Felipe Massa hafnaði í fjórða sæti og Fernando Alonso í fimmta. Naut hann þó þess að vera ætíð í kjölsogi Massa, í þeim tilgangi að setja sem bestan tíma. Það gekk upp í annarri lotu er Alonso varð fremstur en ekki í lokalotunni.

Þar var Vettel alveg í sérflokki og bætti tíma sinn í hvert sinn sem hann fór út í brautina. Er þetta fjórði ráspóll hans á árinu en Monza er vettvangur fyrsta mótssigurs hans í formúlu-1; frá því hann keppti fyrir Toro Rosso.

Í sjötta til tíunda sæti urðu Nico Rosberg hjá Mercedes, Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso, Sergio Perez og Jenson Button hjá McLaren og Jean-Eric Vergne hjá Toro Rosso.

Vettel á leið til ráspólsins í Monza.
Vettel á leið til ráspólsins í Monza. mbl.is/afp
Vettel í Monza í dag.
Vettel í Monza í dag. mbl.is/afp
Vettel í bíl sínum milli aksturslota í tímatökunni í Monza.
Vettel í bíl sínum milli aksturslota í tímatökunni í Monza. mbl.is/afp
Vettel einbeittur í bílskúr Red Bull við upphaf tímatökunnar í …
Vettel einbeittur í bílskúr Red Bull við upphaf tímatökunnar í Monza. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert