Vettel á ráspól

Vettel á leið til ráspóls í Indlandi.
Vettel á leið til ráspóls í Indlandi. mbl.is/afp

Sebastian Vettel hjá Red Bull hafði yf­ir­burði í tíma­tök­un­um í Nýju Delhí og vann því rá­spól ind­verska kapp­akst­urs­ins af ör­yggi. Með dekkja­taktík varð hann tæp­lega sek­úndu á und­an næstu mönn­um, Nico Ros­berg og Lew­is Hamilt­on hjá Mercedes.

Útlit var fyr­ir að liðsfé­lagi Vettels, Mark Webber, yrði sam­hliða hon­um á fremstu rás­röðinni á heppi­legri keppn­is­dekkj­um, þeim meðal­hörðu, en Mercedes­menn­irn­ir komust á síðustu stundu fram fyr­ir hann á rásmark­inu.

Vettel hef­ur því keppni á morg­un á mýkri dekkj­un­um sem ættu að gefa for­skot í byrj­un en gætu leitt til þess að hann verði að hafa dekkja­skipti mun fyrr en keppi­naut­arn­ir helstu.

Felipe Massa hjá Ferr­ari bætti sig er á leið og hreppti und­ir lok­in fimmta sætið, einu fram­ar en liðsfé­lagi hans Fern­ando Alon­so, sem varð aðeins átt­undi. Kimi Räikkön­en og Nico Hül­ken­berg stungu sér á milli Ferr­ariþór­anna. Tug­inn fylltu svo McLar­en­menn­irn­ir Sergio Perez og Jen­son Butt­on.

Romain Grosj­e­an hjá Lot­us veðjaði á meðal­hörðu dekk­in í upp­hafslot­unni, eins og Vettel, en vegna ít­rekaðra akst­ursmistaka klúðraði hann mál­um þann veg að hann sat eft­ir í sautjánda sæti. 

Vettel var í algjörum sérflokki í tímatökunni í Nýju Delhí.
Vettel var í al­gjör­um sér­flokki í tíma­tök­unni í Nýju Delhí. mbl.is/​afp
Vettel einbeittur í bíl sínum milli aksturslota.
Vettel ein­beitt­ur í bíl sín­um milli akst­urslota. mbl.is/​afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert