Räikkönen sendur á aftasta rásstað

Räikkönen verður að byrja keppnina í Abu Dhabi í 22. …
Räikkönen verður að byrja keppnina í Abu Dhabi í 22. sæti. mbl.is/afp

Kimi Räikkönen hefur verið færður úr fimmta sæti á rásmarki í það 22 þar sem botninn í bíl hans stóðst ekki skoðun í Abú Dabí í dag. Reyndist hann svigna um of við vaxandi vængpressu.

Vegna þessa ágalla var Räikkönen dæmdur úr leik í tímatökunum en honum leyft að keppa á morgun með því að leggja af stað aftastur á rásmarkinu.

Lotusliðið hélt því fram að bílbotninn hefði skemmst fyrir slysni í tímatökunum við snertingu við beygjubrík. Dómarar kappakstursins tóku ekki til greina að um slysni hefði verið að ræða eða að bilunin hefði réttlætt að þeir hleyptu bílnum í gegn átölulaust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert