Schumacher höfuðkúpubrotinn

Michael Schumacher á skíðum í Madonna di Campiglio í Dólómítafjöllum …
Michael Schumacher á skíðum í Madonna di Campiglio í Dólómítafjöllum á Ítalíu. mbl.is/afp

Michael Schumacher höfuðkúpubrotnaði er hann féll á skíðum í Meribel í frönsku Ölpunum en þar á hann fjallakofa. Franskir fjölmiðlar segja áverka hans alvarlega.

Forstöðukona skíðamiðstöðvarinnar í Meribel segir að slysið hafi átt sér stað upp úr klukkan 11 í morgun. Hafi Schumacher verið með fleirum á ferð, þar á meðal 14 ára syni sínum, er hann féll og rak höfuðið á grjóti.

Skíðafólk í Ölpunum hefur undanfarna daga verið ráðlagt mjög ótvírætt að skíða ekki utan merktra svæða vegna snjóflóðahættu. Staðfest er að Schumacher hafi verið að renna sér utan merktra skíðunarbrauta er hann féll. Lán í óláni var að hann var með hjálm á höfði.

Heimsmeistarinn fyrrverandi í formúlu-1 var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Grenoble þar sem hann hefur verið undir læknishöndum í dag.

Þyrlan sem flutti Schumacher á háskólasjúkrahúsið i Grenoble á lendingarpalli …
Þyrlan sem flutti Schumacher á háskólasjúkrahúsið i Grenoble á lendingarpalli við spítalann. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert