Hamilton sér á parti

Lewis Hamilton fremstur á leið inn í fyrstu beygju eftir …
Lewis Hamilton fremstur á leið inn í fyrstu beygju eftir ræsinguna í Sepang. Rosberg er annar, rétt á undan Vettel (l.t.h.), Alonso og Ricciardo. mbl.is/afp

Lew­is Hamilt­on hjá Mercedes var í þessu að vinna Malasíukapp­akst­ur­inn og voru yf­ir­burðir hans gríðarleg­ir. Liðsfé­lagi hans Nico Ros­berg varð ann­ar en komst aldrei í tæri og mátti hafa sig all­an við að verj­ast Sebastian Vettel hjá Red Bull til að halda öðru sæt­inu.

Ólíkt tíma­tök­unni í gær fór kapp­akst­ur­inn fram í þurrki og lengst af var lítið um stöðubreyt­ing­ar af völd­um ná­vígja. Keppn­in um ein­stök sæti varð meiri eft­ir því sem aft­ar dró í hala­rófu keppn­is­bíl­anna.

Daniel Ricciar­do hjá Red Bull var lengst­um í fjórða sæti en glímdi síðan við ít­rekaðar tækni­bil­an­ir og refs­ingu og neydd­ist á end­an­um til að gef­ast upp. Áður en að því kom hafði Fern­ando Alon­so hjá Ferr­ari löng­um blásið niður um háls­mál hans. 

Vart var Alon­so laus við Ricciar­do er hann fann sig í bar­áttu um fjórða sætið við Nico Hül­ken­berg sem beitti allt ann­arri herfræði en aðrir og tók aðeins tvö dekkja­stopp. Á end­an­um og gatslitn­um dekkj­um gat hann ekki var­ist at­lög­um Alon­sos sem stuttu áður hafði skot­ist inn að bíl­skúr og fengið ný dekk.

Jen­son Butt­on hjá McLar­en vann sig upp um fjög­ur sæti og hafnaði í sjötta sæti í enda­marki. Fyr­ir aft­an hann háðu Williams­fé­lag­arn­ir Felipe Massa og Valtteri Bottas rimmu og lauk henni tæp­ast í enda­mark­inu. Má bú­ast við rifr­ildi inni í bíl­skúr þegar farið verður yfir kapp­akst­ur­inn þar á eft­ir því Massa óhlýðnaðist ít­rekað fyr­ir­mæl­um um að hleypa Bottas fram úr svo hann gæti á mun hraðskreiðari bíl lagt til at­lögu við Butt­on.

Massa verður með fyr­ir­slátt

„Massa mun segja að hann hafi ekki heyrt vel í tal­stöðinni, hún hafi brugðist hon­um,“ sagði Jacqu­es Vil­leneu­ve, fyrr­ver­andi heims­meist­ari með Williams og þulur í út­send­ingu frönsku stöðvar­inn­ar Canal+. Hann kann brögðin kapp­inn sá og hló við er hann sagðist vita hvað ger­ast mundi í bíl­skúr síns gamla liðs.

Annað at­hygl­is­vert ein­vígi síðustu 10 hring­ina eða svo var rimma Romains Grosj­e­ans hjá Lot­us og Kim­is Räikkön­ens hjá Ferr­ari um ell­efta sætið. Hafði Grosj­e­an bet­ur gegn sín­um gamla fé­laga en vegna glímu þess­ar­ar slapp Daniil Kvyat hjá Toro Rosso úr klóm þeirra og hélt tí­unda og síðasta stiga­sæt­inu.

Vettel aft­ur í toppslag­inn

Gæfa Vettels var allt önn­ur í dag en í fyrsta móti árs­ins er hann féll úr leik í byrj­un vegna vél­ar­bil­un­ar. Á inn­hring í Sepang ávarpaði hann við liðsmenn sína í tal­stöðinni og sagði: „Takk fyr­ir vel út­færðan kapp­akst­ur, dreng­ir. Við erum ekki ennþá þar sem við vilj­um vera. En við kom­umst þangað.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert