Haldið upp á dánardægur Senna

Þess var minnst bæði í Brasilíu og á Ítalíu að í gær, 1. maí, voru 20 ár frá því brasilíska goðsögnin Ayrton Senna beið bana í San Marínó kappakstrinum sem fram fór í Imolabrautinni á Ítalíu þann dag árið 1994.

Keppnishelgin í Imola var með þeim verstu og myrkvustu í sögu formúlu-1 því á æfingum tveimur dögum áður beið austurríski nýliðinn Roland Ratzenberger bana á svipuðum stað í brautinni og landi Senna, Rubens Barrichello, slasaðist í hörðum árekstri.

Senna var þjóðhetja og goðsögn þegar í lifenda lífi. Hann var dáður um heim allan fyrir færni sína á formúlubrautum. Þar þótti hann harður í horn að taka og gaf ekkert eftir. Þótti hann öðrum fremri í að töfra allt út úr bílum sem þeim sem hann ók hverju sinni.

Utan keppni bera keppinautar hans honum allt öðru vísi söguna, segja hann hafa verið hlýjan og mjúkan mann með stórt hjarta og mikla umhyggju fyrir samferðafólki sínu, þar á meðal keppinautunum.

Dánardægurs Senna var minnst með ýmsu móti svo sem meðfylgjandi 25 myndir endurspegla að hluta.

Þúsundir manna streymdu að gröf Senna í Sao Paulo.
Þúsundir manna streymdu að gröf Senna í Sao Paulo. mbl.is/afp
Aðdáendur Senna votta honum virðingu á 20 ára dánardægri hans.
Aðdáendur Senna votta honum virðingu á 20 ára dánardægri hans. mbl.is/afp
Við grafreit Senna í Sao Paulo í Brasilíu.
Við grafreit Senna í Sao Paulo í Brasilíu. mbl.is/afp
Myndir og blóm lögðu aðdáendur og syrgjendur Senna að leiði …
Myndir og blóm lögðu aðdáendur og syrgjendur Senna að leiði hans í Sao Paulo. mbl.is/afp
Myndir og blóm lagði fólk að minnisvarða Senna í Sao …
Myndir og blóm lagði fólk að minnisvarða Senna í Sao Paulo í gær. mbl.is/afp
Myndir og blóm lagði fólk að minnisvarða Senna í Sao …
Myndir og blóm lagði fólk að minnisvarða Senna í Sao Paulo í gær.A mbl.is/afp
Stór mynd af Ayrton Senna á sýningu sem nú stendur …
Stór mynd af Ayrton Senna á sýningu sem nú stendur yfir í Imola á Ítalíu til að minnast andlát hans í formúlu-1 kappakstri þar í borg 1. maí 1994. Þúsundir manns lögðu leið sína að brautinni í gær til að votta Senna virðingu sína, svo og austurríska nýliðanum Roland Ratzenberger sem lést í brautinni tveimur dögum fyrr. mbl.is/afp
Bílar sem Senna brúkaði á ferlinum eru á sýningunni í …
Bílar sem Senna brúkaði á ferlinum eru á sýningunni í Imolabautinni í tilefni af dánardægursafmælinu. mbl.is/afp
Gestir skoða sig um á sýningunni í Imola.
Gestir skoða sig um á sýningunni í Imola. mbl.is/afp
Gestir skoða sig um á Senna-sýningunni í Imola.
Gestir skoða sig um á Senna-sýningunni í Imola. mbl.is/afp
Á Senna-sýningunni í Imola.
Á Senna-sýningunni í Imola. mbl.is/afp
Frá Senna-sýningunni í Imola.
Frá Senna-sýningunni í Imola. mbl.is/afp
Brasilíski fáninn hefur verið hengdur á girðingu Imolabrautarinnar í virðingarskyni …
Brasilíski fáninn hefur verið hengdur á girðingu Imolabrautarinnar í virðingarskyni við Ayrton Senna sem beið bana í brautinni 1. maí 1994. mbl.is/afp
Stuðningsmenn Ferrari fylktu liði til Imola í gær og minntust …
Stuðningsmenn Ferrari fylktu liði til Imola í gær og minntust Ayrton Senna við minningarathöfn þar. mbl.is/afp
Ítalski formúlublaðamaðurinn Ezio Zermiani og Ferrariþórinn fyrrverandi, Gerhard Berger, minntust …
Ítalski formúlublaðamaðurinn Ezio Zermiani og Ferrariþórinn fyrrverandi, Gerhard Berger, minntust Senna við minningarathöfn í Imolabrautinni í gær. mbl.is/afp
Kimi Räikkönen minnist Ayrton Senna við athöfn í Imola á …
Kimi Räikkönen minnist Ayrton Senna við athöfn í Imola á Ítalíu í gær. mbl.is/afp
Ökumenn Ferrari í ár, Fernando Alonso og Kimi Räikkönen, minntust …
Ökumenn Ferrari í ár, Fernando Alonso og Kimi Räikkönen, minntust Senna við athöfnina í Imola. mbl.is/afp
Vivian systir Ayrton Senna, Vivian, við hreyfil flugfélagsins Azul Brazilian …
Vivian systir Ayrton Senna, Vivian, við hreyfil flugfélagsins Azul Brazilian þar sem minning Senna er heiðruð. mbl.is/afp
Trjóna einnar þotu brasilíska flugfélagsins Azul Brazilian hefur verið máluð …
Trjóna einnar þotu brasilíska flugfélagsins Azul Brazilian hefur verið máluð eins og keppnishjálmur Ayrton Senna til að minnast þess að 20 ár eru um þessar mundir frá því hann fórst í Imolakappakstrinum á Ítalíu 1994. mbl.is/afp
Trjóna einnar þotu brasilíska flugfélagsins Azul Brazilian hefur verið máluð …
Trjóna einnar þotu brasilíska flugfélagsins Azul Brazilian hefur verið máluð eins og keppnishjálmur Ayrton Senna til að minnast þess að 20 ár eru um þessar mundir frá því hann fórst í Imolakappakstrinum á Ítalíu 1994. mbl.is/afp
Trjóna einnar þotu brasilíska flugfélagsins Azul Brazilian hefur verið máluð …
Trjóna einnar þotu brasilíska flugfélagsins Azul Brazilian hefur verið máluð eins og keppnishjálmur Ayrton Senna til að minnast þess að 20 ár eru um þessar mundir frá því hann fórst í Imolakappakstrinum á Ítalíu 1994. mbl.is/afp
Trjóna einnar þotu brasilíska flugfélagsins Azul Brazilian hefur verið máluð …
Trjóna einnar þotu brasilíska flugfélagsins Azul Brazilian hefur verið máluð eins og keppnishjálmur Ayrton Senna til að minnast þess að 20 ár eru um þessar mundir frá því hann fórst í Imolakappakstrinum á Ítalíu 1994. mbl.is/afp
Ayrton Senna á palli sem sigurvegari í brasilíska kappakstrinum 28. …
Ayrton Senna á palli sem sigurvegari í brasilíska kappakstrinum 28. apríl 1993. mbl.is/afp
Brak Williamsbílsins eftir Sennaslysið í San Marino kappakstrinum í Imola …
Brak Williamsbílsins eftir Sennaslysið í San Marino kappakstrinum í Imola 1. maí 1994. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert