Ricciardo brosti breiðast

Daniel Ricciar­do, ökumaður­inn með breiðasta brosið í formúlu-1, brosti breiðast eft­ir kapp­akst­ur­inn í Montreal, og hafði ástæðu til. Rétt rúm­lega tveim­ur hringj­um frá marki tók hann fram úr Nico Ros­berg hjá Mercedes og vann jóm­frú­ar­sig­ur sinn í íþrótt­inni.

Með sigr­in­um batt Ricciar­do enda á drottn­un Mercedesliðsins sem fram að Montreal hafði unnið hvern ein­asta kapp­akst­ur, eða sex. Keppn­in var afar jöfn og skemmti­leg og stöðubar­átta ótrú­lega jöfn og hörð um fyrstu sex til átta sæt­in alla leið frá því kepp­end­ur voru ræst­ir af stað og þar til í mark var komið eft­ir 70 hringi.

Kapp­akst­ur­inn var eitil­hörð og tví­sýn glíma öku­manna Mercedes en afl­rás þeirra virkaði ekki sem skyldi þegar keppni var hálfnuð og drógu aðrir bíl­ar þá hægt og bít­andi uppi. Höfðu Ros­berg og Lew­is Hamilt­on ekki leng­ur not af end­ur­heimt bremsu­ork­unn­ar, KERS-búnaðinum.

Svo fór að Hamilt­on féll úr leik á 48. hring af 70 vegna bil­un­ar í bremsu­kerfi Mercedes­bíls­ins. Eft­ir það var spurn­ing­in hvort Ros­berg tæk­ist að halda for­skot­inu, sem hann hafði haft frá fyrsta hring, vegna orku­vand­ans. Varðist hann vel og lengi en átti ekki svar er Ricciar­do lét til skar­ar skríða. Var þetta fyrsti sig­ur Red Bull liðsins í ár og þriðja pallsæti Ricciar­do í röð.

Sebastian Vettel varð þriðji  en tveir verðlaunakandí­dat­ar féllu út við upp­haf næst­síðasta hrings; Felipe Massa á Williams og Sergio Perez á Force India, eft­ir harka­leg­an árekst­ur sem skrif­ast á Massa því hann rak hægra framdekk í Perez á bremsu­svæði við fyrstu beygju.

Ros­berg styrk­ir stöðu sína

Þrátt fyr­ir annað sætið styrkti Ros­berg stöðu sína veru­lega í titilslagn­um og að sama skapi er brott­fallið mikið áfall fyr­ir Hamilt­on vegna þeirr­ar keppni. Fyr­ir kapp­akst­ur­inn var for­skot Ros­berg 4 stig en er nú 22 þar sem hann fékk 18 stig fyr­ir annað sætið.  

Ros­berg hef­ur aflað 140 stiga af 175 mögu­leg­um á keppn­istíðinni; hef­ur unnið tvö mót og fimm sinn­um orðið í öðru sæti í mark. Hamilt­on er með 118 stig og í þriðja sæti er nú Ricciar­do meða 79 stig.

Mikið brott­fall

Mikið brott­fall var í kapp­akstr­in­um vegna áreksra og tækni­legra bil­ana, að meðtöld­um Perez og Massa féllu 12 bíl­ar úr leik, en þar sem inn­an við 10% vega­lengd­ar­inn­ar var eft­ir er árekst­ur­inn varð telj­ast þeir hafa lokið keppni, Perez í ell­efta sæti og Massa í því tólfta.

Dag­ur­inn var einn sem Ferr­ari reyn­ir að gleyma sem fyrst þar sem Fern­ando Alon­so varð aðeins sjötti og Kimi Räikkön­en aðeins tí­undi.

Næsti kapp­akst­ur fer fram í Spiel­berg í Aust­ur­ríki eft­ir hálf­an mánuð, 22. júní.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert