Rosberg framlengir hjá Mercedes

Nico Rosberg fagnar ráspólnum í Silverstone fyrir 11 dögum.
Nico Rosberg fagnar ráspólnum í Silverstone fyrir 11 dögum. mbl.is/afp

Nico Rosberg hefur framlengt ráðningarsamning sinn hjá Mercedes „til margra ára“, eins og þar segir í tilkynningu um þetta frá Mercedesliðinu.

Rosberg hefur verið ökumaður Mercedes allar götur frá því liðið kom til skjalanna árið 2010, eftir yfirtöku þýska bílsmiðsins á Brawnliðinu.

Það var svo hann sem færði Mercedes sinn fyrsta ráspól og sinn fyrsta mótssigur, í kínverska kappakstrinum árið 2012. Í millitíðinni hefur hann unnið fimm mót til viðbótar og sjö ráspóla.

Rosberg er sem stendur með forystu í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna, er fjórum stigum á undan liðsfélaga sínum Lewis Hamilton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert