Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu-1, keppir fyrir Ferrari á næsta ári. Það staðfesti bæði hann og forsvarsmenn Red Bull í Suzuka í morgun.
Við starfi Vettel tekur Daniil Kvyat sem keppt hefur í ár fyrir systurliðið Toro Rosso.
Vettel sagði að á næstunni yrði skýrt frá hver nýr vinnustaður hans verður en allt þykir benda til þess að það verði Ferrari og Fernando Alonso víki þar fyrir honum og haldi á nú til liðs við McLaren.
Vettel er á sinni sjöttu keppnistíð með Red Bull. Sem liðsmaður þess hefur hann unnið 38 mótssigra, 44 ráspóla, fjóra heimsmeistaratitla ökumanna og fjóra titla bílsmiða.