Vettel til Ferrari

Sebastian Vettel skrýðist senn hinum rauða samfestingi Ferrari.
Sebastian Vettel skrýðist senn hinum rauða samfestingi Ferrari. mbl.is/afp

Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í formúlu-1, keppir fyrir Ferrari á næsta ári. Það staðfesti bæði hann og forsvarsmenn Red Bull í Suzuka í morgun.

Við starfi Vettel tekur Daniil Kvyat sem keppt hefur í ár fyrir systurliðið Toro Rosso. 

Vettel sagði að á næstunni yrði skýrt frá hver nýr vinnustaður hans verður en allt þykir benda til þess að það verði Ferrari og Fernando Alonso víki þar fyrir honum og haldi á nú til liðs við McLaren.

Vettel er á sinni sjöttu keppnistíð með Red Bull. Sem liðsmaður þess hefur hann unnið 38 mótssigra, 44 ráspóla, fjóra heimsmeistaratitla ökumanna og fjóra titla bílsmiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert