Vettel til Ferrari

Sebastian Vettel skrýðist senn hinum rauða samfestingi Ferrari.
Sebastian Vettel skrýðist senn hinum rauða samfestingi Ferrari. mbl.is/afp

Sebastian Vettel, fjór­fald­ur heims­meist­ari í formúlu-1, kepp­ir fyr­ir Ferr­ari á næsta ári. Það staðfesti bæði hann og for­svars­menn Red Bull í Suzuka í morg­un.

Við starfi Vettel tek­ur Daniil Kvyat sem keppt hef­ur í ár fyr­ir syst­urliðið Toro Rosso. 

Vettel sagði að á næst­unni yrði skýrt frá hver nýr vinnustaður hans verður en allt þykir benda til þess að það verði Ferr­ari og Fern­ando Alon­so víki þar fyr­ir hon­um og haldi á nú til liðs við McLar­en.

Vettel er á sinni sjöttu keppn­istíð með Red Bull. Sem liðsmaður þess hef­ur hann unnið 38 móts­sigra, 44 rá­spóla, fjóra heims­meist­ara­titla öku­manna og fjóra titla bílsmiða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert