Niki Lauda fyrirskipaði Lewis Hamilton að fjarlægja af samfélagssíðum sínum myndband sem sýndi hann skjóta af vélbyssu.
Allt varð vitlaust útaf myndbandinu sem sýnir Hamilton skjóta af vélbyssu á skotsvæði en það birtist á samskiptasíðum heimsmeistarans daginn eftir að hryðjuverkamaður lét til skarar skríða og hugðist fremja fjöldamorð í farþegalest frá Amsterdam til Parísar.
Lauda er stjórnarformaður Mercedesliðsins og þótti myndbirtingin ekki sæmandi Hamilton né liðinu. Ökumaðurinn gaf þá skýringu að „vinur“ sinn hefði hleypt myndbandinu í loftið. Meðal margra sem lýstu viðbjóði sínum var mikill fjöldi aðdáenda Hamiltons.
Hamilton sá ekki vandann og sagði að í kommentakerfum síðanna væru sjaldnast mjög jákvæð ummæli og birtingin skipti því engu. Lauda var annarrar skoðunar. Liðsstjórinn Toto Wolff bætti þvíæ við, að þótt Hamilton væri poppstjarna þá yrðu slíkar stjörnur samt að átta sig á því hvað væri að gerast í veröldinni og vera með á nótunum.