Hrósar „risahring“ Rosberg

Mercedes­stjór­inn Toto Wolff seg­ir að tíma­tök­urn­ar hafa verið súr­sæt­ar fyr­ir lið hans vegna bil­un í raf­eind­a­stýr­ing­um vél­ar í bíl Lew­is Hamilt­on. Hins veg­ar hrósaði hann „risa­hring“ Nico Ros­berg sem tók rá­spól­inn trausta­taki.

Eft­ir fyrstu at­lögu að tíma­hring var Ros­berg í öðru sæti, á eft­ir Kimi Räikkön­en hjá Ferr­ari. En bætti sinn næsta hring svo um munaði og vann rá­spól­inn með rúm­lega hálfr­ar sek­úndu mun.

Toto Wolff harmaði að nú væri lokið skeiði sem fólst í því að sjö mót í röð hreppti Mercedes fyrstu tvö sæt­in á rásmarki. Ann­ar í dag varð Daniel Ricciar­do hjá Red Bull sem laumaði sér fram úr Räikkön­en í lok­in.

„Nico kom með risa­hring, hann lagði allt í loka­tilraun­ina og stóð sig stór­kost­lega með því að hreppa pól­inn,“ sagði Wolff eft­ir tíma­tök­una. Hann kveðst svo vona að Ricciar­do nái sér á strik í ræs­ing­unni á morg­un og geti virkað sem hem­ill á fram­gang öku­manna Ferr­ari, sem hefja keppni af ann­arri rá­slínu, eða í þriðja og fjórða sæti. „Von­andi virk­ar bíll hans nógu breiður til að stöðva þá því við feng­um ekki að sjá allt frá Ferr­ari í dag.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert