Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól Spánarkappakstursins í Barcelona. Hafði hann betur í rimmu við félaga sinn Nico Rosberg. Þriðji varð Daniel Ricciardo hjá Red Bull.
Red Bull fagnaði sinni langbestu tímatöku á árinu því Max Verstappen, sem staðið hefur sig einstaklega vel alla helgina, varð fjórði.
Með öðrum orðum skákuðu ökumenn Red Bull keppinautum sínum hjá Ferrari í fyrsta sinn á árinu. Varð Kimi Räikkönen í fimmta sæti og Sebastian Vettel í því sjötta.
Í sætum sjö til tíu á rásmarkinu verða svo Valtteri Bottas hjá Williams, Carlos Sainz hjá Toro Rosso, Sergio Peres hjá force India og Fernando Alonso hjá McLaren, en það er í fyrsta sinn á árinum sem ökumaður frá McLaren kemst í lokalotu tímatöku.
Eftir fyrri umferð í lokalotunni var Hamilton aðeins í fjórða sæti þar sem hann klúðraði tímatilraun sinni með því að læsa bremsum fyrir hárnálarbeygju. Rosberg var efstur og Verstappen annar. Allt small svo saman hjá Hamilton í lokalotunni og setti hann met á hverjum einasta kafla brautarinnar. Rosberg bætti tíma sinn einnig en það dugði ekki.
Í fyrra og 2013 varð Rosberg á ráspól í Barcelona en Hamilton 2014.