18 ára strákur sigrar

Max Verstappen var að aka sinn fyrsta kappakstur sem liðsmaður …
Max Verstappen var að aka sinn fyrsta kappakstur sem liðsmaður Red Bull. AFP

Brotið var blað í formúlusöguna rétt í þessu er 18 ára belgíski-hollenski unglingurinn Max Verstappen fór með sigur af hólmi í Spánarkappakstrinum í Barcelona. Mótsins verður einnig minnst fyrir samstuð Mercedesbílanna í fjórðu beygju á fyrsta hring en við það féllu báðir úr leik.

Verstappen var undir miklu álagi frá Kimi Räikkönen hjá Ferrari sem lá í kjölsogi hans síðustu 15 hringina eða svo og ógnaði stöðugt sigrinum. En unglingurinn stóðst álagið með glæsibrag og  fögnuðu liðsmenn hans gríðarlega er sigurinn var í höfn. Er þetta í fyrsat sinn sem hollenskur ökumaður vinnur sigur í formúlu-1.

Keppnin um sigur hefur ekki verið tvísýnni og jafn spennandi á þessu ári. Áttu báðir ökumenn Red Bull og Ferrari þar hlut að máli. Beitti liðin tvö ólíkri herfræði varðandi dekkjanotkun og því þó´tti mega ætla að röðin gæti breyst allt fram á síðasta hring.

Daniel Ricciardo hjá Red Bull hafði forystu fyrri hluta kappakstursins, Verstappen fylgdi honum yfirleitt eftir og Sebastian Vettel var ógnandi rétt á eftir ökumanninum unga. Þegar tók að rakna úr herfræðinni breyttist rimman úr einvígi Ricciardo og Vettels í lokaglímu Verstappen og Räikkönen. 

Sá yngsti og sá elsti

Fór að lokum svo að keppnin um efsta sætið á verðlaunapallsins stóð á milli yngsta ökumanns formúlunnar og þess elsta, en Räikkönen er með sín 36 ár tvöfalt eldri en Verstappen. Þá var sá síðarnefndi aðeins þriggja ára er Finninn fljúgandi hjá Ferrari keppti í formúlunni í fyrsta sinn.

Aldrei áður hefur ökumaður undir tvítugu unnið kappakstur í formúlu-1. Eldra metið átti Vettel frá því hann var rúmlega 21 árs. Það setti hann með sigri í ítalska kappakstrinum í  Monza á Minardibíl árið 2008.


 

Framan af hafði Daniel Ricciardo forystu en liðsfélagi hans Max …
Framan af hafði Daniel Ricciardo forystu en liðsfélagi hans Max Verstappen var lengstaf í öðru sæti sem hér. AFP
Sú áhætta að láta Daniil Kvyat (2.f.h.) og Max Verstappen …
Sú áhætta að láta Daniil Kvyat (2.f.h.) og Max Verstappen (l.t.h.) hafa sætaskipti skilaði góðum mótssigri. AFP
Lengi vel fylgdi Kimi Räikkönen á Ferrari Max Verstappen eftir …
Lengi vel fylgdi Kimi Räikkönen á Ferrari Max Verstappen eftir sem skugginn en komst aldrei í aðstöðu til að reyna framúrakstur. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert