Rosberg á ráspól

Nico Rosberg fagnar ráspólnum í Bakú.
Nico Rosberg fagnar ráspólnum í Bakú. AFP

Lewis Hamilton sótti of grimmt í tímatökunni í Bakú, gerði hver mistökin af öðrum og hafnaði í aðeins tíunda sæti á rásmarkinu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg var aftur á móti öryggið uppmálað og hreppti ráspólinn auðveldlega. 

Ráspóllinn er sá 25. sem Rosberg vinnur á ferlinum. Niðurstaðan kemur á óvart eftir að Hamilton hafði ekið hraðast á öllum æfingunum þremur fyrir tímatökurnar.

Sergio Perez hjá Force India varð annar sem er hans besti árangur í tímatökui og þriðji Daniel Ricciardo hjá Red Bull. Hefur hann keppni af öðrum rásstað þar Perez færist aftur í sjöunda sæti vegna vítis fyrir skipti á gírkassa að æfingum í Bakú loknum.

Fjórði varð Sebastian Vettel hjá Ferrari og liðsfélagi hans Kimi Rïkkönen varð fimmti. Í sætum sex til tíu urði Felipe Massa hjá Williams, Daniil Kvyat hjá Toro Rosso, Valtteri Bottas hjá Williams, Max Verstappen hjá Red Bull og Hamilton.

Í ellefta sæti varð Romain Grosjean hjá Force India.

Fyrstu þrír í tímatökunni (f.v.) Daniel Ricciardo, Nico Rosberg og …
Fyrstu þrír í tímatökunni (f.v.) Daniel Ricciardo, Nico Rosberg og Sergio Perez´. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert