Hamilton kom fyrstur í mark

Lewis Hamilton á Hungaroring-brautinni.
Lewis Hamilton á Hungaroring-brautinni. AFP

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vann Formúlu 1 kappaksturinn sem haldinn var á Hungaroring-brautinni í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Hamilton hefur nú sex stiga forskot í keppni ökumanna, en hann er í efsta sæti í fyrsta skipti á yfirstandandi tímabili.

Hamilton hóf kappaksturinn í öðru sæti á eftir þýska ökumanninum Nico Rosberg sem var á ráspól eftir dramatíska tímatöku í gær. Hamilton tók hins vegar forystuna strax í fyrsta hring og hélt forystunni til enda.

Hamilton komst upp fyrir Rosberg í keppni ökumanna, en Rosberg varð í öðru sæti í dag. Ástralski ökumaðurinn Daniel Ricciardio varð í þriðja sæti í dag, en hann er einnig i þriðja sæti í keppni ökumanna.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert