Hamilton kom fyrstur í mark

Lewis Hamilton á Hungaroring-brautinni.
Lewis Hamilton á Hungaroring-brautinni. AFP

Breski ökuþór­inn Lew­is Hamilt­on vann Formúlu 1 kapp­akst­ur­inn sem hald­inn var á Hung­ar­or­ing-braut­inni í Búdapest í Ung­verjalandi í dag. Hamilt­on hef­ur nú sex stiga for­skot í keppni öku­manna, en hann er í efsta sæti í fyrsta skipti á yf­ir­stand­andi tíma­bili.

Hamilt­on hóf kapp­akst­ur­inn í öðru sæti á eft­ir þýska öku­mann­in­um Nico Ros­berg sem var á rá­spól eft­ir drama­tíska tíma­töku í gær. Hamilt­on tók hins veg­ar for­yst­una strax í fyrsta hring og hélt for­yst­unni til enda.

Hamilt­on komst upp fyr­ir Ros­berg í keppni öku­manna, en Ros­berg varð í öðru sæti í dag. Ástr­alski ökumaður­inn Daniel Ricciar­dio varð í þriðja sæti í dag, en hann er einnig i þriðja sæti í keppni öku­manna.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert