Gerði það nauðsynlega - Verstappen refsað

Lewis Hamilton fagnar sigri í Mexíkó.
Lewis Hamilton fagnar sigri í Mexíkó. AFP

Lewis Hamilton kórónaði góða frammistöðu alla keppnishelgina með sigri í Mexíkókappakstrinum rétt í þessu. Minnkaði hann forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg, í titilslagnum í kappakstri sem varð verulega dramatískur undir lokin.

Hamilton hóf keppni af ráspól og ók alla leið af miklu öryggi og var aldrei ógnað. Vann hann þar með sinn 51. sigur í formúlu-1 kappakstri en jafn oft vann franski ökumaðurinn Alain Prost á sínum tíma. Aðeins Michael Schumacher hefur oftar hrósað sigri en þeir.

Rosberg virtist hugsa um það eitt að halda öðru sætinu átakalítið til að verja efsta sætið í stigakeppninni um heimsmeistaratitilinn. Munar nú á þeim 19 stigum, 349:330, Rosberg í vil þegar tvö mót eru eftir. 

Um 10 hringjum frá marki hófst mikið einvígi um þriðja sætið milli Max Verstappen hjá Red Bull og Sebastian Vettel hjá Ferrari. Blandaði Daniel Ricciardo hjá Red Bull sér í þann slag síðustu fimm hringina eða svo og nuddaði sér utan í Vettel en báðir óku afar vel frá þeirri tvísýnu rimmu sem ekki vantaði nema millimetra á að endaði með árekstri.

Verstappen mistókst í vörn sinni gegn sóknum Vettels og þrátt fyrir fyrirmæli af stjórnborði í þá veru gaf hann Vettel ekki eftir sætið eftir að hafa stytt sér leið yfir grassvæði utanbrautar. Dómarar voru lengi að skoða málið en felldu loks úrskurð er Verstappen var við það að ganga út á verðlaunapall með Hamilton og Rosberg. Var hann dæmdur niður í fimmta sæti við það að 5 sekúndum var bætt við keppnistíma hans.

Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mexíkó.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Mexíkó. AFP
Lewis Hamilton fagnar sigrinum á verðlaunapallinum í Mexíkó.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum á verðlaunapallinum í Mexíkó. AFP
Stúkurnar í Mexíkó voru sneisafullar. Í brautinni ekur Nico Rosberg …
Stúkurnar í Mexíkó voru sneisafullar. Í brautinni ekur Nico Rosberg á Mercedesbíl og rétt á eftir kemur Max Verstappen hjá Red Bull. AFP
Max Verstappen ræðir við alráðinn Bernie Ecclestone á rásmarkinu rétt …
Max Verstappen ræðir við alráðinn Bernie Ecclestone á rásmarkinu rétt fyrir keppni í Mexíkó´. AFP
Lewis Hamilton læsir dekkjum á leið inn í fyrstu beygjuna …
Lewis Hamilton læsir dekkjum á leið inn í fyrstu beygjuna eftir ræsinguna í Mexíkó. AFP
Lengi vel sótti Max Verstappen að Nico Rosberg en sá …
Lengi vel sótti Max Verstappen að Nico Rosberg en sá síðarnefndi varðist vel og vandlega. AFP
Flugvélar Mexíkóhers sýndu atriði fyrir upphaf kappakstursins í Mexíkóborg.
Flugvélar Mexíkóhers sýndu atriði fyrir upphaf kappakstursins í Mexíkóborg. AFP
Max Verstappen (l.t.v.) læsir bremsum á leið inn í fyrstu …
Max Verstappen (l.t.v.) læsir bremsum á leið inn í fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann rann utan í bíl Nico Rosberg en hvorugan bílinn sakaði þó. AFP
Frá keppni í Mexíkó í dag.
Frá keppni í Mexíkó í dag. AFP
Frá keppni í Mexíkó í dag.
Frá keppni í Mexíkó í dag. AFP
Sebastian Vettel hjá Ferrari fagnar þriðja sætinu á verðlaunapallinum í …
Sebastian Vettel hjá Ferrari fagnar þriðja sætinu á verðlaunapallinum í Mexíkó. AFP
Lewis Hamilton hampar sigurlaunum í Mexíkó og liðsfélagi hans Nico …
Lewis Hamilton hampar sigurlaunum í Mexíkó og liðsfélagi hans Nico Rosberg klappar honum lof í lófa. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert