Ferrarimenn aftur efstir

Sebastian Vettel leggur af stað í aksturslotu.
Sebastian Vettel leggur af stað í aksturslotu. AFP

Öku­menn Ferr­ari, Sebastian Vettel og Kimi Räikkön­en, ók hraðast á lokaæf­ing­unni fyr­ir tíma­töku rúss­neska kapp­akst­urs­ins í Sot­sjí, rétt eins og á seinni æf­ingu gær­dags­ins.

Valtteri Bottas og Lew­is Hamilt­on hjá Mercedes urðu í þriðja og fjórða sæti og munaði aðeins 26 þúsund­ustu úr sek­úndu á Finn­un­um tveim­ur, Räikkön­en og Bottas. Á Mercedes­mönn­un­um munaði svo 0,2 sek­únd­um.

Vettel ók hring­inn hraðast á 1:34,001 mín­út­um sem er hraðasti hring­ur æf­ing­anna þriggja í Sot­sjí. Räikkön­en fór á 1:34,338 og Bottas á 1:34,364. Besti  hring­ur Hamilt­ons var svo 1:34,542, en eng­ir aðrir öku­menn komust und­ir 1:35 mín­út­ur.

Í sæt­um fimm til tíu - í þess­ari röð - urðu Max Verstappe hjá Red Bull, Felipe Massa hjá Williams, Nico Hül­ken­berg hjá Renault, Daniel Ricciar­do hjá Red Bull, Car­los Sainz hjá Toro Rosso og Kevin Magn­us­sen hjá Haas, sem var 2,6 sek­únd­um leng­ur með hring­inn en Vettel, slík­ur er mun­ur á bíl­un­um í Sot­sjí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert