McLaren og Renault ná saman

Stoffel Vandoorne á ferð á McLarenbílnum.
Stoffel Vandoorne á ferð á McLarenbílnum. AFP

McLaren og Renault hafa undirritað samkomulag sem felur í sér að franski bílsmiðurinn sér enska liðinu fyrir vélum í keppnisbíla sína á næsta ári. Þessu heldur fyrrverandi eigandi Minardi-liðsins rfam, Gian Carlo Minardi, en gamla liðið hans heitir nú Toro Rosso.

Gian Carlo Minardi birtir ummælin á heimasíðu sinni á netinu og blandar sér með því í umræður um vélarmál McLarenliðsins og sögusagnir af hugsanlegu samstarfi þess við Renault. Staðhæfir hann að framkvæmdastjóri McLaren, Zak Brown, hafi undirritað samkomulag við Renault sl. laugardag í Monza. Gildi það fyrir næstu ár og sé í raun varaplan fari svo að Honda dragi sig út úr formúlu-1 eftir þrjú misheppnuð ár sem vélasmiður.

Í farvatninu var að Honda sæi Sauber fyrir vélum frá og með næsta ári en þau  áform féllu um sig sjálf í júlí vegna skorts á peningum og tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert