„Dekkin voru dauð“

Liðsmaður Ferrari liggur á jörðinni eftir misheppnuð dekkjaskipti Kimi Räikkönen.
Liðsmaður Ferrari liggur á jörðinni eftir misheppnuð dekkjaskipti Kimi Räikkönen. AFP

Sebastian  Vettel á Ferr­ari var í þessu að vinna kapp­akst­ur­inn í Barein eft­ir afar tví­sýna taktíska keppni við Valtteri Bottas á Mercedes. Ferr­ariliðið fagnaði hóf­lega vegna slyss við dekkja­skipti á bíl Kimi Räikkön­en.

Vettel fagnaði hins veg­ar í tal­stöðinni enda veru­lega létt þar sem hann tók aðeins eitt dekkja­stopp í stað tveggja vegna slyss­ins. „Dekk­in voru dauð“ síðustu 10 hring­ina, al­veg gagns­laus, handónýt,“ sagði Vettel. Var þetta 49. móts­sig­ur hans í formúlu-1 og 200. kapp­akst­ur.

Räikkön­en hætti keppni við at­vikið enda dekkja­skipt­in ekki að fullu um garð geng­in þegar hann fékk grænt ljós á að halda af stað. Einkar ótrú­leg mis­tök hjá jafn reynslu­miklu liði og Ferr­ari.

Lew­is Hamilt­on þrætti seinni helm­ing kapp­akst­urs­ins við stjórn­end­ur sína um herfræði sem gekk út á að vinna kapp­akst­ur­inn á mun betri dekkj­um að því til­skyldu að ör­ygg­is­bíll kæmi út í braut­ina und­ir lok­in. Á það veðjaði Mercedes, en tapaði því veðmáli. Hafnaði Hamilt­on í þriðja sæti en meðan Räikkön­en  var í braut­inni var hann vel á und­an Hamilt­on.

Í fjórða sæti var svo maður dags­ins, nýliðinn Pier­re Gas­ly á Toro Rosso. Er það besti ár­ang­ur Honda ef­teir að jap­anski bílsmiður­inn kom aft­ur til leiks í formúlu-1 sem véla­fram­leiðandi.

Kevin Magn­us­sen á Haas varð fimmti, Nico Hül­ken­berg á Renault sjötti, Fern­ando Alon­so á McLar­en sjö­unda og liðsfé­lagi hans Stof­fel Vandorme átt­undi. Marcus Erics­son á Sauber varð ní­undi og tí­unda og síðasta stiga­sæt­inu náði Esteb­an Ocon á Force India.

Stóru tíðind­in í byrj­un kapp­akst­urs­ins var brott­fall beggja bíla Red Bull. Voru þeir horfn­ir úr braut­inni eft­ir fjóra hringi af 57.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert