Hamilton úr leik snemma

Lewis Hamilton var óhress með bilunina í Mercedesbílnum í Hockenheimring.
Lewis Hamilton var óhress með bilunina í Mercedesbílnum í Hockenheimring. AFP

Lew­is Hamilt­on á Mercedes féll úr leik í tíma­töku þýska kapp­akst­urs­ins í dag og hef­ur keppni á morg­un, sunnu­dag, í 14. sæti.

Um er að ræða mikið áfall fyr­ir Hamilt­on sem er átta stig­um á eft­ir Sebastian Vettel hjá Ferr­ari í keppn­inni um heims­meist­ara­titil öku­manna í formúlu-1. Vann Vettel keppn­ina um rá­spól­inn á besta tíma sem nokkru sinni hef­ur náðst í Hocken­heim eft­ir breyt­ingu braut­ar­inna, 1:11,359 mín. 

Hamilt­on til­kynnti að hann ætti í vand­ræðum með gír­skipt­ing­ar í upp­hafi annarr­ar lotu tíma­tök­unn­ar og var sagt að leggja bíln­um utan braut­ar vegna þrýst­ings­vökv­aleka. Freist­ari ökumaður­inn þess að ýta bíln­um inn að bíl­skúr Mercedes en mátti síns lít­ils.

Valtteri Bottas, liðsfé­lagi Hamilt­ons, hef­ur keppni af öðrum rásstað á morg­un og Kimi Räikkön­en á Ferr­ari af þeim þriðja.

Í sæt­um fjög­ur til tíu  - í þess­ari röð - urðu Kevina Magn­us­sen á Haas, Max Verstapp­en á Red Bull, Romain Grosj­e­an á Haas, Nico Hül­ken­berg og Car­los Sainz á Reault, Char­les Leclerc á Sauber og Sergio Perez á Force India. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert