Skrölti í mark á þremur

Lewis Hamilton komst í mark á lokahringnum á sprungnu dekki …
Lewis Hamilton komst í mark á lokahringnum á sprungnu dekki og lánaðist sigur óvenjulegur sigur. AFP

Gjör­sam­lega tilþrifasnauður kapp­akst­ur í Sil­verst­one breytt­ist al­deil­is á tveim­ur til þrem­ur síðustu hringj­un­um og varð í meira lagi súr­realísk­ur. Eng­ir klóra sér harðar í koll­in­um en stjórn­end­ur Red Bull sem köstuðu frá sér sigri með því að elt­ast við auka­stig.

Lew­is Hamilt­on hjá Mercedes hafði sem fyrr ör­ugga for­ystu út í gegn en liðsfé­lagi hans Valtteri Bottas gaf það frá sér í fyrstu beygju að ætla keppa grimmt við liðsfé­laga sinn. Eft­ir það hélst röð fremstu 10 manna mikið til óbreytt þótt allt færi í loft upp á lok­hringjn­um.

Max Verstapp­en á Red Bull var ein­angraður í þriðja sæti og Char­les Leclerc á Ferr­ari í fjórða sæti, höfðu enga keppni af þeim sem á eft­ir komu og gátu enga keppni veitt Mercedes­mönn­um.

Und­ir lok­in guldu marg­ir öku­menn þess að hafa gengið og hart á dekk­in sem slitnuðu hratt og sprungu hjá nokkr­um. Fyrst hjá Bottas þegar þrír hring­ir voru eft­ir og síðan í byrj­un síðasta hrings hjá Hamilt­on. Bottas komst að bíl­skúr sín­um og fékk ný dekk en endaði utan stiga. Hamilt­on var heppn­ari, barðar hans tætt­ust ekki af bíln­um svo hann gat klárað. Minn­ir fjörið á loka­hringj­un­um á söng Ómars Ragn­ars­son­ar forðum: „Þrjú  hjól und­ir bíln­um, en áfram skrölt­ir hann þó.“

Fórnuðu meiri hags­mun­um fyr­ir minni

Í her­búðum Red Bull áváðu menn að reyna vinna auk­stig með því að setja ný dekk und­ir hjá Verstapp­en er tveir hring­ir voru eft­ir. Á því augna­bliki var Bottas höltrandi í mark með sprungið dekk og Hamilt­on með álíka slitið vinstra framdekk. Þeir hefðu bet­ur sleppt stiga­söfn­un­inni og veðja held­ur á að barðar Hamilt­ons færu sömu leið og dekk Bottas. Þá hefði Verstapp­en staðið á efsta þrepi verðlaunap­alls­ins í Sil­verst­one, svo ein­falt er það.

Örygg­is­bíll var tvisvar  kallaður út í braut­ina. Í fyrra skiptið viði lok fyrsta hrings vegna samstuðs Kevins Magn­us­sen hjá Haas og Al­ex­and­ers Al­bon hjá Red Bull sem endaði með því að danski ökumaður­inn skall harka­lega á ör­ygg­is­vegg en meiddst þó ekki.

Í seinna skiptið fór svo bíll­inn út í braut­ina er Alpha Tauri bíll Daniil Kvyat hans hafnaði á 300 km/​klst hraða á  ör­ygg­is­vegg í Maggotts­beygj­unni. Snar­sner­ist bíll­inn fyr­ir­vara­laust á beygju­brík og flaug stjórn­laus á vegg­inn. Grun­ur lét á að bil­un hafi orðið í fjöðrun­ar­kerf­inu eða eða dekk sprungið.

Röð fyrstu tíu kepp­enda í mark var ann­ars sem hér seg­ir:

01. Lew­is Hamilt­on á Mercedes
02. Max Verstapp­en á Red Bull
03. Char­les Leclerc á Ferr­ari
04. Daniel Ricciar­do á Renault
05. Lando Norr­is á McLar­en
06. Esteb­an Ocon á Renault
07. Pier­re Gas­ly á Alpha Tauri
08. Al­ex­and­er  Al­bon á Red Bull
09. Lance Stroll á Rac­ing Po­int
10. Sebastian Vettel á Ferr­ari

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert