Ótrúlegar sviptingar í Monza

Pierre Gasly hinn franski sigurreifur eftir kappaksturinn í Monza.
Pierre Gasly hinn franski sigurreifur eftir kappaksturinn í Monza. AFP

Franski ökumaðurinn Pierre Gasly á Alpha Taure var í þessu að vinna jómfrúarsigur sinn í formúlu-1 í musteri kappakstursins, Monza á Ítalíu. Annar og rétt á eftir varð Carlos Sainz á McLaren og þriðji Lance Stroll á Racing Point.

Kappaksturinn var mjög sviptingasamur og sigurinn ekki ráðinn fyrr en á síðasta hring. Tvisvar fór öryggisbíll út í brautina sem leiddi til uppstokkunar á röð bílanna á brautinni. Lewis Hamilton var meðal ökumanna sem þurftu að taka út refsingu í tengslum við seinna stoppið fyrir að hafa ekið inn að bílskúrum þótt það hafi verið óheimilt. Refsingin 10 sekúndna stopp í bílskúrareininni og við það féll hann niður í síðasta sæti. Of mikið bil til að brúa en engu að síður kláraði hann í stigasæti.

Martröð Ferrari virðist ætla halda áfram því að fjórðungi kappakstursins loknum voru báðir bílar liðsins fallnir úr leik. Sebastian Vettel vegna bilunar í bremsukerfi og Charles Leclerc vegna óhapps. Missti hann vald á bílnum í hraðri beygju og grófst inn í öryggisvegg.

Hamilton hóf keppni af ráspól og sigldi fljótt brott en hið ótímabæra ferðalag inn að bílskúr gerði út af um vonir hans. McLaren kom mjög vel frá kappakstrinum, báðir bílar í slag um toppsæti. Daniel Ricciardo á Renault komst upp í fimmta, tók fram úr Valtteri Bottas og hélt honum fyrir aftan sig þar til að seinna öryggisstoppinu kom.

Óhætt er að segja að keppnin hafi verið fjörleg og spennandi. Gasly færði AlphaTauri sinn  annan mótssigur í formúlu-1 á Monzabrautinni. Sá fyrri vannst árið 2008 - þá hét liðið Toro Rosso, og var Sebastian Vettel undir stýri í það sinn.

Pierre Gasly fagnar í Monza í dag.
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag. AFP
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag.
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag. AFP
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag. Til vinstri er …
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag. Til vinstri er Carlos Sainz og til hægri Lance Stroll. AFP
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag.
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag. AFP
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag.
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag. AFP
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag.
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag. AFP
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag.
Pierre Gasly fagnar í Monza í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert