Max sá við Mercedes

Max Verstappen fagnar sigrinum í Frakklandi.
Max Verstappen fagnar sigrinum í Frakklandi. AFP

Max Veðstappen á Red Bull var í þessu að vinna frans­ka kappakst­u­rinn í Le Cas­t­ellet í spennandi herf­ræðilegu uppgjöri við Lew­is Ha­milt­on á Merced­es. Vann Verst­appen það með framúrakstri á næstsíðasta hring.

Þetta er þriðji mótssig­ur Verst­appen á árinu, hina fy­rri vann hann í Azer­baj­an og Mónakó.

Í þriðja sæti varð Ser­gei Perez á Red Bull sem vann sig fram úr Va­lt­t­eri Bottas á Merced­es á loka­hring­junum. 

Í sætum fimm til 10 urðu sem hér seg­ir: Lando Nor­ris á McLar­en, Dan­i­el Ri­cciardo á McLar­en  Pi­er­re Gasly á AlphaTauri, Fernando Alon­so á Alpine, Sebast­i­an Vet­t­el á Ast­on Mart­i­in og Lance Stroll á Ast­on Mart­in. 

Á gr­undvelli úrslita dags­ins hef­ur Verst­appen 12 stiga for­y­stu á Ha­milt­on í keppninni um heims­m­eistar­atitil ökum­anna, með 131 stiga gegn 119. Perez er þriðjji með 84 sig, Lando Nor­ris á McLar­en fjórði með 76 stig, fi­m­m­ti er Va­lt­t­eri Bottas með 59 sig, sjötti Cha­r­les Leclerc á Ferr­ari með52 og sjö­undi með 42 stig er Carlos Sainz á Ferr­ari. Sext­án af 20  öku­m­önnum hafa klárað mót í stigas­æti.

Næstu tvær helg­ar verður keppt í Spi­elberg í Aust­u­r­ríki.

Max Verstappen að draga Lewis Hamilton uppi í franska kappakstrinum.
Max Verst­appen að draga Lew­is Ha­milt­on uppi í frans­ka kappakst­rinum. AFP
Liðsmenn Red Bull fagna Max Verstappen er hann ekur yfir …
Liðsm­enn Red Bull fagna Max Verst­appen er hann ekur yfir mar­klínuna sem sig­u­regari í frans­ka kappakst­rinum Ci­rcu­it Paul-Ri­card í Le Cas­t­ellet í Suður-Frak­klandi. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert