Gæti hætt eftir dramatík helgarinnar

Lewis Hamilton þurfti að sætta sig við annað sætið í …
Lewis Hamilton þurfti að sætta sig við annað sætið í Formúlu 1 í ár. AFP

Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1, gæti hætt keppni eftir dramatík helgarinnar í lokakeppni ársins í formúlu 1 sem fram fór í Abú Dabí um helgina.

Hamilton hafnaði í öðru sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn eftir að hafa orðið annar í Abú Dabí-kappakstrinum en Max Verstappen kom fyrstur í mark um helgina og varð um leið heimsmeistari í fyrsta sinn.

Hamilton, sem keyrir fyrir Mercedes, var með forystuna fyrir lokahringinn en Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, tók fram úr Hamilton á lokahringnum og fagnaði dramatískum sigri.

„Þetta var frábært ár hjá okkur,“ sagði Hamilton í samtali við Sky Sports en hann hefði með sigri um helgina orðið sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1.

„Við gáfum allt í þetta opg það er það sem við tökum með okkur eftir þetta tímabil. Við þurfum að bíða og sjá hvað gerist á næsta ári,“ bætti Hamilton við.

Hamilton er samningsbundinn Mercedes til næstu tveggja ára en hann skrifaði undir nýjan samning við akstursliðið fyrr á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert