Hollendingurinn heimsmeistari annað árið í röð

Marx Verstappen er heimsmeistari annað árið í röð.
Marx Verstappen er heimsmeistari annað árið í röð. AFP/Toshifumi Kitamura

Max Verstappen tryggði sér í morgun heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Bar hann þá sigur úr býtum í Japanskappakstrinum.

Mikið var um að vera í kappakstrinum, því aðeins 29 af 53 hringjum voru kláraðir vegna mikillar rigninga. Bjuggust því margir við að Verstappen fengi aðeins 19 stig, í staðinn fyrir 25 eins og venja er hjá sigurvegurum.

Öðruvísi reglur eru hins vegar í Japan og fékk Hollendingurinn því 25 stig, sem nægði honum til að tryggja heimsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að fjórar keppnir séu eftir af tímabilinu.

„Það voru meiri tilfinningar í fyrra, en þessi er fallegri,“ sagði Verstappen við Sky eftir keppnina. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert