Versta byrjun Mercedes í Formúlu 1

Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. AFP/Hector Retamal

Mercedes er aðeins með 34 stig eftir fyrstu fjórar keppnir formúluliðsins á tímabilinu og er því 107 stigum á eftir Red Bull.

Enski ökuþórinn Lewis Hamilton átti slakan dag og byrjar í 18. sæti á morgun í Kína en þar verður keppt í fyrsta skipti í fimm ár.

„Við gerðum breytingar á bílunnum í dag, George Russell gerði minnháttar breytingar og ég stærri en þær virkuðu ekki. Ég mun reyna mitt besta á morgun en 18. sæti er slæmt.

Þegar við gerðum breytingarnar hugsaði ég „þetta getur ekki versnað“ en svo gerðist það,“ sagði Hamilton en lisfélagi hans, Georg Russell byrjar áttundi.

View this post on Instagram

A post shared by FORMULA 1® (@f1)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert