Versta byrjun Mercedes í Formúlu 1

Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. AFP/Hector Retamal

Mercedes er aðeins með 34 stig eft­ir fyrstu fjór­ar keppn­ir formúluliðsins á tíma­bil­inu og er því 107 stig­um á eft­ir Red Bull.

Enski ökuþór­inn Lew­is Hamilt­on átti slak­an dag og byrj­ar í 18. sæti á morg­un í Kína en þar verður keppt í fyrsta skipti í fimm ár.

„Við gerðum breyt­ing­ar á bílunn­um í dag, Geor­ge Rus­sell gerði minn­hátt­ar breyt­ing­ar og ég stærri en þær virkuðu ekki. Ég mun reyna mitt besta á morg­un en 18. sæti er slæmt.

Þegar við gerðum breyt­ing­arn­ar hugsaði ég „þetta get­ur ekki versnað“ en svo gerðist það,“ sagði Hamilt­on en lis­fé­lagi hans, Georg Rus­sell byrj­ar átt­undi.

View this post on In­sta­gram

A post shared by FORMULA 1® (@f1)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka