Grindvíkingar senda Þrótt í fallsæti

Grindavík og Þróttur höfðu sætaskipti í Landssímadeildinni eftir leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. Gestirnir úr Grindavík sigruðu 6:1 og eru þar með í áttunda sætinu með þrettán stig eins og Þróttur en betri markatölu.

Grindvíkingar byrjuðu af miklum krafti og skoruðu þrívegis í fyrri hálfleiknum og má segja að staða heimamanna hafi verið orðin vonlítil strax í hálfleik. Nýi Frakkinn þeirri kom lítið við sögu og var skipt út af í hálfleik.
Þróttarar minnkuðu muninn strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks en komust ekki nær og Grindvíkingar bættu við forystu sína og unnu mjög sannfærandi sigur á slökum Þrótturum sem eru heillum horfnir þessa dagana og varnarleikur virðist ekki vera til í hugum leikmanna liðsins. 0:1 á 6. mínútu
Grétar Hjartarson fékk stungusendingu inn fyrir vörn Þróttar frá Zoran Ljubicic og skoraði örugglega. 0:2 á 20. mínútu
Milan Stefán Jankovic skallaði í netið eftir hornspyrnu Scott Ramsey. 0:3 á 39. mínútu
Paul McShane fékk stungusendingu frá Grétari Hjartarsyni og renndi boltanum undir Fjalar Þorgeirsson markvörð Þróttar. 1:3 á 50. mínútu
Tómas Ingi Tómasson skoraði úr vítaspyrnu eftir að Grindvíkingar höfðu handleikið knöttinn innan vítateigs. 1:4 á 63. mínútu
Kekic Sinisa vann boltann á miðjum vallarhelmingi Þróttar og lék einn inn á vítateig og skoraði örugglega. 1:5 á 69. mínútu
Grétar Hjartarson skallaði í netið eftir fyrirgjöf utan af kanti. 1:6 á 89. mínútu
Þórarinn Ólafsson skoraði örugglega af stuttu færi eftir að Grindvíkingar höfðu tætt í sig vörn Þróttar. Byrjunarliðin:
Þróttur: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Jónsson, Izudin Daði Dervic, Páll Einarsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Ingvar Ólason, Þorsteinn Halldórsson, Claude Cauvy (Logi U. Jónsson á 46.), Tómas Ingi Tómasson, Ásmundur Haraldsson, Vignir Þór Sverrisson.
Grindavík: Albert Sævarsson, Sveinn Ari Guðjónsson, Milan Stefán Jankovic, Vignir Helgason, Björn Skúlason, Scott Ramsey, Hjálmar Hallgrímsson, Zoran Ljubicic, Kekic Sinisa, Paul McShane, Grétar Hjartarson (Þórarinn Ólafsson á 77.). Gul spjöld:
Þróttur: Izudin Daði Dervic á 19. mínútu.
Grindavík: Kekic Sinisa á 37. mínútu. Dómari:
Gylfi Orrason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert