Eiður fékk vítaspyrnu í sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Barcelona í kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Barcelona í kvöld. Reuters

Barcelona hélt í kvöld sigurgöngu sinni áfram í spænsku 1. deildinni en Börsungar lögðu Racing Santander, 3:0, á útivelli. Samuel Eto'o, Ludovic Giuly og Ronaldinho gerðu mörk Evrópu- og Spánarmeistaranna. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðasta stundarfjórðunginn og náði að setja mark sitt á leikinn. Eiður slapp einn innfyrir vörn Santander og markvörður liðsins sá engin önnur ráð en að fella íslenska landsliðsfyrirliðann. Vítaspyrna var dæmd sem Ronaldinho skoraði af öryggi úr en markvörðurinn var sendur af velli fyrir brotið á Eiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert