Nýtt met hjá Inter Mílanó

Leikmenn Inter Mílanó settu nýtt met í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld þegar þeir sóttu Tórínó heim og unnu sinn tólfta sigur í röð í deildinni. Lokatölur urðu 3:1 fyrir Inter sem þar með sló metið sem Roma setti síðasta vetur með því að vinna ellefu leiki í röð.

Roberto Mancini, þjálfari Inter, sagði ekki ástæðu til að fagna metinu sérstaklega. "Þessi sigur er áfangi að okkar takmarki og ef við náum því munum við fagna í vor," sagði Mancini en lið hans virðist á góðri leið með að vinna deildina í fyrsta skipti í átján ár.

Adriano, Zlatan Ibrahimovic og Marco Materazzi, úr vítaspyrnu, skoruðu mörkin fyrir Inter.

Roma tapaði dýrmætum stigum í gær með jafntefli, 1:1, gegn Messina á Sikiley og er nú níu stigum á eftir Inter. Tvö stig fuku út um gluggann hjá Rómverjum í lokin þegar þeir fengu dæmda á sig vítaspyrnu sem Alessandro Parisi skoraði úr. Alessandro Mancini hafði komið Rómarliðinu yfir snemma leiks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert