Alkmaar vill fá 50 millj. kr. fyrir Jóhannes

Forráðamenn hollenska knattspyrnufélagsins AZ Alkmaar vilja fá um 50 millj. kr. fyrir íslenska landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson en enska 1. deildarliðið Leicester hefur áhuga á að fá Jóhannes á ný til félagsins.

„Lois Van Gaal þjálfari liðsins og framkvæmdastjóri liðsins eru í einhverri pólitískri deilu og það hefur leitt af sér að ég er út úr myndinni hjá Van Gaal. Það var framkvæmdastjórinn sem fékk mig til liðsins sl. sumar frá Leicester og nú er svo komið að Van Gaal hefur sagt mér að ég eigi enga framtíð hjá félaginu," sagði Jóhannes í gær en hann gerði fjögurra ára samning við félagið sl. sumar.

Nánar er fjallað um þetta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert