AC Milan hefur náð samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á brasilíska framherjanum Ronaldo. Mílanóliðið greiðir 7 milljónir evra fyrir leikmanninn sem jafngildir um 630 milljónum króna.
Ronaldo hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2002 og varð meistari á sínu fyrsta tímabili en þar áður lék hann með Inter Mílanó. Hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Fabio Capello þjálfara Madridarliðsins á yfirstandandi leiktíð og hefur ekki leikið með liðinu síðan í byrjun janúar.