Ronaldo kominn til AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldo er genginn í raðir AC Milan.
Brasilíumaðurinn Ronaldo er genginn í raðir AC Milan. Reuters

Brasilíski sóknarmaðurinn gekk í dag til liðs við AC Milan frá Real Madrid. Félögin komust að samkomulagi í dag um kaupverðið, 7,5 milljónir evra sem jafngildir um 670 milljónum íslenskra króna, og er samningur hans til 18 mánaða.

Ronaldo, sem er þrítugur, hefur leikið með Real Madrid frá árinu 2002, en var þar áður í herbúðum Inter Mílanó sem hann lék með í fimm ár. Ronaldo hefur þvívegis verið útnefndur knattspyrnumaður ársins af Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hann lék 164 leiki með Real Madrid og skoraði í þeim leikjum 99 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert