Forseti Catania hættur

Reuters

Antonio Pulvirenti forseti ítalska knattspyrnuliðsins Catania ásamt öðrum hásettum manni hjá félaginu hafa ákveðið að hætta í kjölfar dauða Filippo Raciti , 38 ára lögreglumanns, en hann lést í uppþotum sem áttu sér stað í leik Sikileyjarliðanna Catania og Palermo í gærkvöld.

,,Ég svaf ekkert í nótt. Ég var stöðugt að hugsa um þennan atburð og ég hef ákveðið að hætta," sagði Pulvirenti í dag.

Öllum knattspyrnuleikjum á Ítalíu um helgina var aflýst og ekki liggur ljóst fyrir hverjar afleiðingar þessa hörmulega atburðar verða. Formaður leikmannasamtakanna á Ítalíu lét hafa eftir sér í dag að best væri að deildarkeppnirnir á Ítalíu færu í frí í að minnsta kosti eitt ár.

Ítalska landsliðið í rugby og áhorfendur votta minningu lögreglumannsins sem …
Ítalska landsliðið í rugby og áhorfendur votta minningu lögreglumannsins sem lést í gær en nú stendur yfir sex landa mót í rughby á Ítalíu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert