Eggert lætur af formennsku hjá KSÍ

Eggert Magnússon flytur ræðu sína á ársþingi KSÍ.
Eggert Magnússon flytur ræðu sína á ársþingi KSÍ. mbl.is/Kristinn

Eggert Magnússon lét í dag af formennsku hjá Knattspyrnusambandi Íslands eftir átján ára starf en ársþing KSÍ er haldið í dag. Nýr formaður verður kjörinn síðdegis en þrjú eru í kjöri. Eggert flutti skýrslu sína við upphaf þingsins í dag og sagði m.a., að það ætti að stormasamt á ársþingum KSÍ og líf og kraftur í hreyfingunni, „í mínum huga eru átök alltaf undanfari framfara," sagði Eggert.

Eggert sagði m.a. í ræðu sinni, að árangur íslenska landsliðsins á síðasta ári í undankeppni Evrópumótsins væri ekki viðunandi en liðið vann fyrsta leikinn á útivelli gegn Norður-Írum, en í kjölfarið komu þrír ósigrar, þar af einn skellur í Lettlandi. Eggert sagði, að á þessu ári væri leikið tvisvar gegn Liechtenstein og að auki ætti liðið heimaleiki gegn Lettum, Norður-Írum og Spánverjum. „Takmarkið hlýtur að vera 10-12 stig í ár og 4. sætið í riðlinum," sagði Eggert.

Þá sagðist Eggert hafa haft ákveðnar áhyggjur af frekar slökum árangri íslensku karlaliðanna í Evrópumótum félagsliða undanfarin ár. „Við þurfum að fara að brjótast í gegnum forkeppnina og komast í aðalkeppnir þessara móta til að styrkja stöðu íslenskra félagsliða á evrópskan mælikvarða," sagði Eggert Magnússon.

Ávarp Eggerts Magnússonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert