Barcelona vann í kvöld auðveldan sigur á Athletic Bilbao, 3:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu og náði með því tveggja stiga forystu í deildinni. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik, það fyrsta var sjálfsmark en síðan skoruðu Xavi og Samuel Eto'o. Eiður Smári Guðjohnsen var á meðal varamanna Barcelona en kom ekkert við sögu í leiknum.