Barcelona skreið áfram

Xavi Hernandez og Andres Iniesta markaskorarar Barcelona gegn Zaragoza í …
Xavi Hernandez og Andres Iniesta markaskorarar Barcelona gegn Zaragoza í kvöld. Reuters

Evrópu-og Spánarmeistarar Barcelona komust í kvöld í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðið sigraði Real Zaragoza, 1:2, í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitunum.

Liðin skildu jöfn, 2:2, samanlagt, en Börsungar komust áfram á útimarkareglunni. Xavi og Andres Iniesta komu Barcelona í 2:0 í fyrri hálfleik en Piqué minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu en þá voru liðsmenn Zaragoza orðnir einu manni færri.

Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 10 mínúturnar en náði ekki að setja mark sinn á leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka