11 ára gamalli stúlku var meinað að leika með liði sínu í knattspyrnumóti í Quebecs-fylki í Kanada á sögunum þar sem hún vildi leik með handklæði á höfðinu til þess að hylja hár sitt. Áður hafði henni verið settur stóllinn fyrir dyrnar með að leika með hefðbundinn höfuðklæðnað múslimakvenna. Dómari leiksins taldi að notkun höfuðbúnaðarins, þótt um handklæði væri að ræða, gæti skapað leikmanninum hættu í leiknum. Nú er málið komið inn á borð Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, en framkvæmdastjórn þess fundar um helgina í Manchester.
Það hyggst framkvæmdastjórnin ræða hvort heimilt eigi að vera að leika með höfuðklæðnað eða ekki, en framkvæmdastjórnin ein mun geta tekið ákvörðun um breytingar á reglunum, að sögn Nicolas Maingot, talsmanns FIFA. Það fylgir sögunni frá Kanada að dómari fyrrgreinds leiks sé múslimi.