Fylkir fagnaði sigri á Reykjavíkurmótinu

Haukur Ingi Guðnason fyrirliði Fylkis tók á móti verðlaunum félagsins …
Haukur Ingi Guðnason fyrirliði Fylkis tók á móti verðlaunum félagsins í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fylkir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla en liðið lék gegn Víkingi í úrslitum mótsins í Egilshöll. Fylkir sigraði með þremur mörkum gegn einu. Guðni Rúnar Helgason kom Fylki yfir með marki af eigin vallarhelmingi og Hermann Aðalgeirsson og Andrés Jóhannesson bættu við mörkum áður en Grétar Sigfinnur Sigurðarson minnkaði muninn fyrir Víking úr vítaspyrnu.

Fylkir varð síðast Reykjavíkurmeistari í meistarflokki karla árið 2001 en hafði áður hampað titlinum árin 2000 og 1981.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert