Ibrahimovic gefur kost á sér ný

Zlatan Ibrahimovic, í baráttu við Stefán Gíslason í leik Svía …
Zlatan Ibrahimovic, í baráttu við Stefán Gíslason í leik Svía og Íslendinga í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Reuters

Zlatan Ibrahimovic, framherji Inter Mílanó, er tilbúinn að spila á nýjan leik með sænska landsliðinu í knattspyrnu. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Svía greindi frá þessu í dag en Ibrahimovic hefur ekkert leikið með landsliðinu frá því honum var vísað úr hópnum ásamt tveimur öðrum leikmönnum fyrir leik gegn Liechtenstein í undankeppni EM í september að brjóta agareglur.

Zlatan verður með Svíum í leiknum gegn N-Írum í undankeppni EM í Belfast 28. þessa mánaðar en Íslendingar eru í riðli með þessum þjóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka