Íslendingar gegn Kínverjum

Kvennalandsliðið verður fyrsta íslenska knattspyrnulandsliðið til að mæta Kínverjum í landsleik – þegar kvennalið Ísland og Kína mætast á Algarve-mótinu í Portúgal í dag.

Ísland og Kína hafa aftur á móti leikið landsleiki í handknattleik og körfuknattleik.

*Karlalandsliðið í handknattleik hefur leikið sex leiki gegn Kínverjum.

Fyrsti leikurinn fór fram á Akranesi 1977 og lauk með sigri Íslands, 33:31. Þá var einnig leikið í Reykjavík og lauk þeim leik einnig með sigri Íslands, 32:26.

Íslendingar lögðu Kínverja að velli í París 1978, 35:24 og í Dassau í Austur-Þýskalandi 1988, 39:19.

Kínverjar komu síðan til Íslands 1997 og léku tvo leiki. Ísland fagnaði sigri á Ísafirði 27:24 og á Selfossi 31:22.

*Karlalandsliðið í körfuknattleik fór til Kína og lék þar tvo leiki í ágúst 2005. Kínverjar unnu þá báða – 89:51 í Xian og 96:80 í Herbin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert