Þrír leikir eru á dagskrá kvöldsins í Lengjubikarkeppni KSÍ og er tveimur þeirra lokið. Breiðablik lagði ÍA á Akranesi, 6:0, og ÍBV vann Fram í Egilshöll, 2:0. Kópavogsliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum til þessa.
Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrra mark ÍBV á 12. mínútu en það síðara skoraði Páll Hjarðar úr vítaspyrnu á 86. mínútu.
Mörk Breiðabliks skoruðu þeir: Kristján Óli Sigurðsson 27., 82., Árni Gíslason 59. (vsp.), Nenad Zivanovic 67., 78. og Nenad Petrovic 72. (vsp.).
Skagamaðurinn Árni Thor Guðmundsson fékk rautt spjald á 71. mínútu en staðan í hálfleik var 1:0.
Keflavík og KR eigast við í Reykjaneshöllinni en sá leikur hófst kl. 20:30.