Tveir nýliðar í landsliðshópi Eyjólfs

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari.
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur valið átján manna hóp fyrir landsleikinn við Spánverja á Mallorku 28. mars. Í hópnum eru tveir nýliðar, Gunnar Þór Gunnarsson, Hammarby og Atli Jóhannsson, KR.

Hópurinn er þannig að markverðir eru Árni Gautur Arason, Vålerenga og Daði Lárusson, FH.

Aðrir leikmenn Hermann Hreiðarsson, Charlton, Brynjar Björn Gunnarsson, Reading, Arnar Þór Viðarsson,Twente, Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona, Jóhannes Karl Guðjónsson, Burnley, Ólafur Örn Bjarnason, Brann, Ívar Ingimarsson, Reading, Kristján Örn Sigurðsson, Brann, Grétar Rafn Steinsson, AZ Alkmar, Stefán Gíslason, Lyn, Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hannover, Hannes Þ. Sigurðsson, Bröndby, Emil Hallfreðsson, Tottenham og nýliðarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Atli Jóhannsson.

Heiðar Helguson, Fulham, gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert