Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í kvöld þegar Portúgalar unnu öruggan sigur á Belgum, 4:0, í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Nuno Gomes og Ricardo Quaresma skoruðu hin mörkin en staðan var 0:0 þar til á 53. mínútu leiksins.
Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Aserbaídsjan, 5:0, í A-riðlinum og Kasakstan vann óvæntan sigur á Serbíu, 2:1. Pólland er á toppnum með 13 stig, Finnland er með 11, Portúgal 10, Serbía 10, Belgía 7, Kasakstan 5, Armenía eitt og Aserbaídsjan eitt.