Spánverjar lögðu Dani að velli, 2:1

Andrés Iniesta og Lars Jacobsen eigast við í leiknum í …
Andrés Iniesta og Lars Jacobsen eigast við í leiknum í kvöld. Reuters

Spánverjar sigruðu Dani, 2:1, í F-riðli undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Madrid í kvöld. Danir urðu fyrir áfalli á 20. mínútu þegar Niclaj Jensen fékk sitt annað gula spjald og var þar með rekinn af velli. Spánverjar nýttu sér það, Fernando Morientes skoraði á 34. mínútu og David Villa bætti öðru marki við á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Michael Gravgaard minnkaði muninn fyrir Dani með marki á 49. mínútu.

Svíar eru með 12 stig í F-riðli, Norður-Írar 10, Danir 7, Spánverjar 6, Lettar 3, Íslendingar 3 en Liechtenstein ekkert.

Á miðvikudagskvöld leika Spánn og Ísland á Mallorca og þá mætast einnig Norður-Írland - Svíþjóð og Liechtenstein - Lettland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert