Eyjólfur búinn að tilkynna byrjunarliðið

Eiður Smári Guðjohnsen er í fremstu víglínu gegn Spánverjum.
Eiður Smári Guðjohnsen er í fremstu víglínu gegn Spánverjum. Reuters

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í knattspyrnu tilkynnti nú rétt áðan byrjunarliðið sem etur kappi við Spánverja í undankeppni Evrópumótsins en leikurinn hefst á Ono Estadi vellinum í Mallorca klukkan 20 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið er þannig skipað:

Árni Gautur Arason - Kristján Örn Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Gunnar Þór Gunnarsson - Grétar Rafn Steinsson, Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Emil Hallfreðsson - Veigar Páll Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen.

Íslenska liðið beitir leikaðferðinni 4:4:2 og leikur Gunnar Þór Gunnarsson úr Hammarby sinn fyrsta A-landsleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert